Hvernig væri að krydda upp á samræðurnar yfir kvöldmatnum eða í næsta matarboði með girnilegum spurningaleik. Hér eru nokkrar laufléttar og skemmtilegar spurningar sem gætu sett stemninguna á matarborðið.
Spurning: Hvernig er steik tartare elduð?
Svar: Hún er ekki elduð – kjötið er borið fram hrátt.
Spurning: Hvað færðu ef þú pantar sashimi á japönskum veitingastað?
Svar: Þunnar sneiðar af ferskum hráum fiski eða kjöti.
Spurning: Í hvaða landi er ólífuolía mest notuð, per íbúafjölda?
Svar: Grikklandi.
Spurning: Hvaða vinsæla sósa er nefnd eftir ríki og fljóti í Mexíkó?
Svar: Tobasco.
Spurning: Hvaða ávaxtategund eru Amarelle, May Duke og Morello?
Svar: Kirsuber.
Spurning: Hvað er dýrasta krydd í heimi?
Svar: Saffran.
Spurning: Hvað er mest selda bragðtegundin frá ísfyrirtækinu Haagen Daz.
Svar: Vanillu ís.
Spurning: „Mageirocophobia“ er hræðsla við hvað?
Svar: Hræðsla við að elda.
Spurning: Hvað er aðalhráefnið í aioli?
Svar: Hvítlaukur.
Spurning: Hvaða fæðutegund er basmati?
Svar: Hrísgrjón.
Spurning: Frá hvaða landi er rauðlaukur uppruninn?
Svar: Ítalíu.
Spurning: Hvaða lúxus matvöruverslun hefur verið á Piccadilly í London síðan 1707?
Svar: Fortnum & Mason.
Spurning: Hvaðan dregur rétturinn paella nafn sitt?
Svar: Frá pönnunni sem rétturinn er eldaður á.
Spurning: „Cibophobia“ er hræðsla við hvað?
Svar: Hræðsla við fitu á mat?