Kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og við leyfum okkur að fullyrða að þessi sé með þeim betri. Höfundur hennar er engin önnur en Berglind Hreiðars á Gotteri.is
„Það er ofureinfalt að útbúa þær og sérlega ef þið mynduð notast við tilbúinn kjúkling. Ég leyfði kjúklingnum hins vegar að malla á meðan ég var að dunda mér í gær, hvíldi hann vel og tætti svo niður þegar það kom að því að setja samlokuna saman. Djúsí bbq kjúklingasamloka sem hægt er að útbúa heima," segir Berglind.
Djúsí bbq kjúklingasamloka
Uppskrift dugar í 6 samlokur
BBQ sósa
Kryddið kjúklinginn og setjið í steikarpott, eldið við 170°C í um 75-80 mínútur þar til hann er steiktur í gegn (einnig má kaupa tilbúinn grillaðan kjúkling).
Takið skinnið af og rífið kjötið niður.
Skerið laukinn niður í þunnar sneiðar, steikið upp úr smjöri þar til hann fer að mýkjast og bætið þá hvítlauknum saman við og steikið aðeins áfram.
Bætið rifna kjúklingnum á pönnuna og sprautið bbq sósu yfir allt og blandið vel. Ég notaði um 6-8 matskeiðar af sætri bbq sósu en hér megið þið nota hvaða bbq sósu sem þið viljið og magnið fer einnig eftir smekk. Kryddið eftir smekk.
Þegar allt er vel blandað má leggja kjúklinginn til hliðar og taka til pönnu til að steikja brauðin.
Penslið báðar hliðar á pizzabotnum með hvítlaukssmjöri.
Steikið aðra hliðina á brauðinu á pönnu og raðið ofan á hana ostsneiðum og rifnum bbq kjúklingi.
Steikið aðra sneið og leggið steiktu hliðina að miðjunni (svo báðar hliðar að utan séu ósteiktar).
Þegar búið er að raða öllum samlokunum saman má steikja samlokurnar í heilu lagi á pönnunni, smá stund á hvorri hlið þar til brauðið dökknar og verður aðeins stökkt að utan.
Skerið til helminga og njótið með frönskum, kokteilsósu og bbq sósu.
Hvítlaukssmjör
Setjið allt í pott og hrærið þar til smjörið er bráðið.