Þegar sjónvarpskokkurinn og Masterchef stjarna Danmerkur, Timm Vladimir, var spurður út í mikilvægustu atriðin í eldhúsinu, þá voru það þessi fimm atriði sem stóðu upp úr.
- Ólífuolía er hér efst á lista, enda kemur hún nálægt nánast allri matargerð – sama hvort við séum að steikja, baka eða bara rétt að dreypa yfir gott salat. Þumalfingrareglan er þó alltaf sú að nota ekki dýrustu olíuna til steikingar en vera frekar með vandaða olíu yfir salat og annan mat.
- Það er ómögulegt að standa vaktina í eldhúsinu nema með góðan hníf í hönd. Hnífurinn skal liggja vel í hönd og skal ekki vera of langur. Annar minni hnífur er svo tilvalinn til að skera kryddjurtir og annað smátt grænmeti.
- Brýnir er nauðsynlegur í eldhúsið fyrir hnífana – því annars er lítið not í þeim ef þeir skera ekki sem skildi.
- Góð blanda af kryddjurtum gerir alla matargerð meira spennandi, þá bæði fyrir bragðlaukana og í ásjónu.
- Að lokum er það fiskisósa og balsamikedik sem við megum alls ekki skorta í eldhúsinu. Þessi hráefni bragðbæta svo margan mat og eykur upplifunina í matargerðinni.
mbl.is/Timm Vladimir/Imerco