Bragðmikið bolognese með pestó

Afar ljúffeng uppskrift að ekta bolognese.
Afar ljúffeng uppskrift að ekta bolognese. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hann Snorri hjá Mat­ur og mynd­ir, veit al­veg hvað hann er að gera í eld­hús­inu. Hér gef­ur hann okk­ur upp­skrift að bragðmiklu bolog­nese sem er með því ljúf­feng­ara miðað við önn­ur sam­bæri­leg.

Snorri mæl­ir með að nota Roa­sted pepp­er pesto´ið  frá Sacla og Mezzi Paccheri pasta (stór­ir hring­ir, fæst í Hag­kaup).

Bragðmikið bolognese með pestó

Vista Prenta

Bragðmikið bolog­nese með pestó (fyr­ir 4)

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 1 hvít­lauksrif, saxað
  • 1 ten­ing­ur, grísakraft­ur
  • 1 lít­il krukka rautt pesto (t.d. Sacla – Roa­sted pepp­er)
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 50 g rif­inn ost­ur
  • 15 g par­mes­an-ost­ur
  • 1-2 ml chili flög­ur
  • Basilika
  • 250 g gott pasta (t.d. mezzi paccheri)

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta eft­ir leiðbein­ing­um en geymið um 150 ml af pasta­vatni áður en því er hellt frá.
  2. Hitið 1 msk. olíu á pönnu við miðlungs­hita og steikið lauk­inn þar til glær og mjúk­ur.
  3. Hækkið hit­ann ögn og bætið hakki út á pönn­una. Steikið hakkið þar til brúnt og bætið þá hvít­lauk út á og steikið í 1-2 mín. til viðbót­ar.
  4. Bætið krafti, tóm­at­púrru, chili-flög­um og krukku af rauðu pestó út á pönn­una og lækkið hit­ann ögn. Látið malla und­ir loki í 15 mín.
  5. Bætið við pasta­vatni, 1 msk. í einu, út í kjötsós­una og hrærið vel þar til kjötsós­an er orðin nægi­lega blaut og búin að þykkj­ast svo­lítið (ath. við vilj­um ekki hafa fljót­andi sósu). Sirka 100-150 ml.
  6. Rífið par­mes­an og hrærið sam­an við kjötsós­una ásamt mozzar­ella-osti. Saxið basil og stráið yfir.
  7. Berið fram með hvít­lauks­brauði og/​eða fersku sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert