Háklassahönnun á kaffihúsi

Það er á nýju kaffihúsi í sögulegri byggingu í Kína, …
Það er á nýju kaffihúsi í sögulegri byggingu í Kína, þar sem finna má danska hönnun í gæðaflokki. mbl.is/©Chaos Programme

Þeir sem þekkja til húsgagnaframleiðandans Gubi vita að þessi grein muni fjalla um lúxus. Því hönnun Gubi er auðþekkjanleg á vönduðu handbragði og fágun.

Danska hönnunarfyrirtækið Gubi tók höndum saman við Beast – eitt stærsta lífsstílsfyrirtækið í Kína og útkomuna má finna í 100 ára gamalli friðaðri byggingu á Tao Jiang Road í Shanghai. Byggingin er gamalt höfðingjasetur á þremur hæðum og rúmar um 500 fermetra. Húsið hefur verið vandlega endurbætt þar sem virðing er borin fyrir uppruna þess. Og í dag er húsið nokkurs konar hugmyndahús fyrir fagurkera.

Hér má finna kaffihús, fallegan garð, boutiqe-hótel með tveggja herbergja svítum, viðburðamiðstöð og sýningarsal með hönnun og listaverkum. En það var kínverska hönnunarfyrirtækið Chaos Program ásamt hönnunarteymi Gubi sem sá um að innrétta allt frá toppi til táar.

Á fyrstu hæðinni er kaffihús með útgengt á fallega verönd, innblásna af ítalska arkitektinum Carlo Scarpa – hannað til að varðveita upprunalegan stíl gömlu byggingarinnar. Nagasaki-stólinn má sjá víða ásamt nýju borðunum Epic frá Gubi. Hér getur þú notið þess að drekka kaffibollann innan um villt blóm sem skreyta garðinn og hefur tekið um tvö ár að rækta. Terrazzo-gólfefni, viður og marmari eru á meðal þeirra efna sem notuð er á staðnum – og eru allt efni sem endurspeglast í vöruúrvalinu hjá Gubi.

mbl.is/©Chaos Programme
mbl.is/©Chaos Programme
mbl.is/©Chaos Programme
mbl.is/©Chaos Programme
mbl.is/©Chaos Programme
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert