Rjómalagað pasta á 20 mínútum

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt betra en góður pastaréttur og það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift. Hér er undirstaðan basilpestó og risarækjur sem er blanda sem klikkar ekki.

„Maður einfaldlega byrjar á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum. Svo sameinar maður rjóma og pestó í pönnu, eldar hvítlauk og rækjur í sósunni og bætir tómötum út á, svo setur maður pastað út á pönnuna þegar það er tilbúið og smakkar til með chili, salti og pipar. Svo er allt saman borið fram með parmesanosti,“ segir Linda um þennan skemmtilega rétt sem við mælum svo sannarlega með.

Rjómalagað basil-pestó-pasta með risarækjum

  • 300 g pennepasta frá De Cecco
  • 1 msk. Filippo Berio-ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 krukka grænt pesto fragrance Filippo Berio
  • 3 dl rjómi
  • 400 g risarækjur
  • 180 g piccolotómatar
  • þurrkað chilikrydd
  • salt og pipar eftir smekk
  • ferskt basil
  • parmesanostur

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Pestó pasta” highlights.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Setjið ólífuolíu á pönnu og pressið hvítlauksgeirana út á, setjið pestóið á pönnuna ásamt rjómanum. Hrærið saman, bætið út á chili og náið upp suðunni.

Setjið rækjurnar út á pönnuna og eldið þær í gegn. Setjið tómatana út á pönnuna. Lækkið undir á meðan pastað er að eldast.

Þegar pastað er tilbúið, setjið það þá út á pönnuna og hrærið allt saman. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með fersku basil og parmesanosti.

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert