Klassísk hönnun í sumarlitum

Gult eins og sólin sjálf! Fallegt borðstofuljós í sumarlitum frá …
Gult eins og sólin sjálf! Fallegt borðstofuljós í sumarlitum frá VERPAN. mbl.is/Verpan.com

Klassísk hönnun er eitt – en klassísk hönnun í björtum sumarlitum er eitthvað allt annað, eins og sjá má á borðstofustólum og -ljósum, hvort tveggja hannað af meistara Verner Panton.

Það eru ekki margir sem komast í nálægð við þær fallegu línur og liti sem einkenna hönnun Verner Panton sem er talinn einn áhrifamesti húsgagna- og innanhússhönnuður Danmerkur 20. aldar. Hann var einstakur hönnuður með sérstaka tilfinningu fyrir litum, lögun, ljósvirkni og rýmum.

Fyrirtækið VERPAN framleiðir fágaða hönnun Panton, þar sem finna má til að mynda stólinn Series 430 – klassíska hönnun frá árinu 1967. Með málmrörum, kringlóttu sæti og rúnnuðu bakstykki hefur einstaklega fallegur stóll haldið glæsileika sínum í meira en fimmtíu ár. Og nú er stóllinn fáanlegur í björtum sumarlitum, þá bæði í áklæði og á stelli.

Eins er það loftljósið HIVE, sem fyrst kom á markað á síðasta ári og er framleitt eftir gömlum skissum frá Verner Panton. Ljósið býr yfir miklum karakter og er nánast eins og hangandi skúlptúr sem vekur athygli hvar sem það lendir. En birtan sem flæðir frá ljósinu er jöfn og alveg einstök. Ljósið er fáanlegt í heitum gulum lit, rétt eins og sólin sjálf sem gleður okkur heitast yfir sumarið.

Það er verslunin Epal sem er endursöluaðili VERPAN hér á landi.

Stóllinn Series 430 er klassísk hönnun frá árinu 1967, hannaður …
Stóllinn Series 430 er klassísk hönnun frá árinu 1967, hannaður af Verner Panton. Stóllinn er nú fáanlegur í björtum sumarlitum. mbl.is/Verpan.com
mbl.is/Verpan.com
Barstóll frá Verpan í ljósu áklæði.
Barstóll frá Verpan í ljósu áklæði. mbl.is/Verpan.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert