Paradísarþema í sumarvörum H&M HOME

H&M HOME hefur sett stemninguna fyrir sumarið með suðrænu ívafi.
H&M HOME hefur sett stemninguna fyrir sumarið með suðrænu ívafi. mbl.is/H&M HOME

Þegar við lítum á nýjustu vörulínu H&M HOME, þá fer ekkert á milli mála hvaðan innblásturinn kemur. Litir og munstur sem draga hugann beint á paradísarströnd!

Skeljamunstur, suðrænar plöntur og efnisvalið sjálft í nýju vörunum frá sænska tískurisanum H&M HOME lætur ekki á sér standa. Og með fókus á einn af trendlitum ársins, haf-bláan – þá erum við nánast komin hálfa leið á ströndina. Stemningin getur vart verið meiri en þessi.

Í hönnunarferlinu, sem innblásið er af sjávarlífinu og fallegum paradísareyjum, hugsuðum við hvernig við gætum fært liti hafsins og strandskeljar inn á heimilið á glæstan máta. Þannig enduðum við með vörulínu þar sem áherslan er á bláa tóna, ávalar línur og form,“ segir Evelina Kravaev Söderberg, yfirmaður hönnunardeildar H&M HOME.

Dúkur, sessur og borðbúnaður – allt innblásið af hafinu bláa.
Dúkur, sessur og borðbúnaður – allt innblásið af hafinu bláa. mbl.is/H&M HOME
Geggjað fat til að bera sumarsalatið fram á.
Geggjað fat til að bera sumarsalatið fram á. mbl.is/H&M HOME
Teppi til að taka með í næstu skógarferð eða á …
Teppi til að taka með í næstu skógarferð eða á ströndina. mbl.is/H&M HOME
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert