Hversu oft á að þrífa frystinn?

Það er minna mál en við höldum að þrífa frystinn.
Það er minna mál en við höldum að þrífa frystinn. mbl.is/Colourbox

Þú hugsar væntanlega ekki svo oft út í það, en því oftar sem þú opnar og lokar frystinum, því oftar þarftu að þrífa hann.

Svona veistu hvort þú þarft að þrífa frystinn
Í hvert skipti sem þú opnar hurðina hleypir þú heitu lofti inn sem skapar þéttingu í frystinum. Og þá myndast hrím og ís þegar heita loftið byrjar að frjósa á ný. Þegar þú sérð að innri bakhliðin í frystinum er komin með íslag þarftu að þíða hann. Ef þú gerir það ekki getur það haft áhrif á hversu vel frystirinn gegnir sínu starfi.

Hversu oft á að þíða frystinn?
Það fer allt eftir því hversu mikill matur er í honum og hversu oft hann er notaður. Meginreglan er sú að þrífa skal frystinn í það minnsta einu sinni á ári.

Hver er besta aðferðin til að þrífa frystinn?
Það tekur ekki nema 10-15 mínútur að þíða frystinn. Eina sem þú þarft að gera er að slökkva á honum og taka allt út. Settu því næst pott með sjóðandi heitu vatni inn og lokaðu hurðinni. Gufan frá vatninu mun hjálpa ísnum að bráðna. Þvoið því næst ísinn og vatnið sem eftir er með rökum klút og þurrkið vandlega yfir. Þá ætti frystirinn að vera eins góður og nýr.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert