Kaffihús með reglurnar á hreinu

Kaffihús í þýskalandi hefur komið með fullkomna lausn á að …
Kaffihús í þýskalandi hefur komið með fullkomna lausn á að halda hæfilegri fjarlægð fyrir gesti staðarins. mbl.is/Cafe & Konditorei Rothe

Þegar þú hélst að árið gæti ekki orðið furðulegra sér kaffihús í Þýskalandi til þess að við höldum okkur í öruggri fjarlægð á þessum skrítnu tímum.

Þó að kaffihús og veitingastaðir hafa verið opnuð aftur eftir samkomubann ber okkur samt að virða allar reglur um tveggja metra fjarlægð og annað slíkt. Það eru þó ekki allir sem geta, kunna eða muna eftir þessari einföldu reglu og eru strax byrjaðir að anda ofan í hálsmálið á næsta manni.

Í stað þess að gólfið á Cafe & Konditorei Rothe hafi verið merkt þurfa gestir staðarins að setja upp viðeigandi hatta með áföstum „foam-pípum“ — mjúkum litríku pípum sem við sjáum krakka oftast leika sér með í sundlaugum landsins. Og hattarnir virka! Fólk kemst ekki hjá því að sýna tillit og halda sig í hæfilegri fjarlægð hvað frá öðru með litríka þyrluspaða á höfðinu.

Fólk á samfélagsmiðlunum var yfirleitt mjög ánægt með framtakið en öðrum fannst enginn drykkur þess virði að þola fyrir þá niðurlægingu að bera þennan hatt á hausnum.

mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert