Indverski karrýrétturinn sem Alberti var boðið upp á

mbl.is/Albert Eiríksson

Meistari Albert Eiríksson er mögulega vinsælasti gestur landsins enda fáir menn skemmtilegri. Hann gerir víðreist um landið og heimsækir saumaklúbba, kvenfélög og aðrar skemmtilegar samkundur ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni.

Hér gefur að líta uppskrift sem Albert deildi á heimasíðu sinni Albert eldar og er af indverskum karrýrétti með lambakjöti. Uppskrift sem getur ekki klikkað!!!

Indverskur karrýréttur með lambakjöti

  • 1 meðalstórt lambalæri úrbeinað og fitusnyrt, skorið í bita.
  • 6 msk. rautt karrýmauk
  • 2 meðalstórir rauðlaukar, smátt skornir
  • 2–3 tsk. cummin
  • 2 tsk. indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu
  • 1 dl olía
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 msk. engiferrót, rifin
  • 4 hvítlaukar, smátt skornir (nota þennan heila hvítlauka)
  • 3 dl kókosmjólk
  • 2 kúrbítar, skornir í teninga
  • 1 rauð paprika, grófskorin
  • 1 gul paprika, grófskorin
  • 2 msk. indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu
  • 2 msk. karrý
  • 2 tsk. cummin
  • Svartur pipar
  • Salt
  • Olía til að steikja

Lambakjöti, rauðu karrýmauki, rauðlauk, 2-3 tsk. af cummin, 2 tsk. af indversku karrýi og olíu er blandað saman og látið vera í ísskáp yfir nótt.


Laukur, hvítlaukur og engifer er steikt í olíu í potti, passa að brenni ekki, laukurinn á að vera glær. Tekið til hliðar. Því næst brúnið kjötið og bætið svo lauk/engiferblöndunni saman við. Kókosmjólk sett saman við ásamt karrýi, cummin, pipar og salti. Soðið í ca. 40 mín. á vægum hita. Bætið þá kúrbít og papriku saman við og sjóðið í ca. 20 mín. í viðbót. Smakkað til, bætið í kryddum eftir því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan.

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert