Það dreymir alla um að eiga fallegt baðherbergi, sem ómar af notalegheitum. Baðherbergið er rýmið á heimilinu sem við viljum hafa hreint og fallegt, og með svigrúm til slökunar. En á sama tíma verður það að vera hagnýtt og auðvelt í þrifum. Hér eru fjögur skotheld ráð um hvernig þú skapar þína eigin litla heilsulind þar sem hreinlætið er í fyrirrúmi.
Vandaður textíll veitir vellíðan
Á baðherberginu sækjumst við eftir frið og ró. Og til að skapa sanna spa-stemningu er kannski umhugsunarvert að skipta út handklæðunum. Kaupa nokkur þykk og mjúk í góðum gæðum. Og hugsaðu út í litavalið á handklæðunum – gott er að velja liti sem eru í sömu tónum, t.d. hvít og grá eða beige og sandlituð. Mundu svo að þvo handklæðin þín reglulega svo þau breytist ekki í bakteríubombu.
Snertilaus blöndunartæki
Falleg hönnun á baðherberginu er mikilvæg fyrir heildarútlit rýmisins. Ef þú vilt auka þægindi, nútímatækni og hönnun, þá eru kannski snertilaus blöndunartæki fyrir þig? Þannig þværðu hendurnar án þess að snerta blöndunartækið, sem eykur hreinlætið og það er auðveldara í þrifum.
Einfaldleiki og pláss fyrir þrif
Ef þú ert að taka baðherbergið í gegn skaltu reyna hafa það eins einfalt og hugsast getur, en á sama tíma smart. Hugsaðu það líka út frá hvernig er að halda því hreinu. Ef það er mikið af óþarfa hlutum inn á baðherberginu, þá skaltu forgangsraða til að þrifin muni ekki vefjast þér um hendur.
Smáatriðin skipta máli
Það eru oftast litlu hlutirnir sem skipta mestu máli og það á sannarlega við þegar þú reynir að skapa notalega stemningu á heimagerðu heilsulindinni þinni. Einbeittu þér að einföldum fylgihlutum, eins og fallegri baðmottu sem veitir fótunum mjúka tilfinningu. Kannski er rými fyrir lítinn vasa með nokkrum einföldum stráum eða eucalyptus-grein við hliðina á vaskinum? Hugsaðu um falleg lífræn efni ef þú vilt setja litla hillu eða bekk inn á baðherbergi. Og ekki gleyma ilmkerti sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið.