Þessir veitingastaðir hlutu tilnefningu

Ljósmynd/Aðsend

Íslensku lambakjötsverðlaunin eða Icelandic Lamb Award of Excellece verða afhent við hátíðlega athöfn í næstu viku en búið er að tilkynna hvaða veitingastaðir hlutu tilnefningu í ár.

Þetta er í fjórða sinn sem Markaðsstofan Icelandic Lamb veitir þessar viðurkenningar, en þær eru veittar veitingastöðum sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári í framreiðslu á íslensku lambakjöti. Eliza Reid forsetafrú ávarpar samkomuna og veitir viðurkenningarnar.

Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum; Sælkeraveitingastaðir, Bistro og götumatur.  Hér er yfirlit yfir þá veitingastaði sem eru tilnefndir í flokkunum þremur:

Sælkeraveitingastaðir (Fine Dining)

  • Fiskfélagið
  • Hótel Geysir
  • Hver
  • Geiri Smart
  • Silfra

Bistro

  • Forréttabarinn
  • Heydalur
  • KK Restaurant
  • Lamb Inn
  • Mímir

Götumatur (Street Food)

  • Fjárhúsið
  • Icelandic Street Food
  • Lamb street food
  • Le Kock
  • Shake and pizza

Viðurkenningarnar verða afhentar fimmtudaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti og hefst athöfnin kl. 14:30.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert