Opna glæsilegan veitingastað í Garðabæ

Ljósmynd/Sjáland

Við Arnarnesvoginn í Garðabæ hefur verið opnaður glæsilegur veitingastaður sem jafnframt hentar einstaklega vel til veisluhalds. Yfirmatreiðslumaður er Ólafur Ágústsson sem meðal annars var með Dill og Kex hostel í Portland, ásamt öflugu teymi með mikla reynslu.

Staðurinn heitir Sjáland og státar af stórbrotnu útsýni yfir Arnarnesvoginn. Staðurinn er í senn veitingastaður og kaffihús þar sem boðið verður upp á veitingar frá morgni til kvölds.

Yfirmatreiðslumenn Sjálands eru þeir Ólafur Ágústsson og Rúnar Pierre Heriveaux. Matseðillinn er bæði spennandi og fjölbreyttur og sameinar nútíma norræna matargerð og ítalska flatbökuhefð. Reynt verður til hins ýtrasta að nýta það ferska og sérstæða hráefni sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða á okkar sérstaka hátt, ásamt því að skjóta inn hefðbundnari réttum sem ætti að skapa notalega upplifun í glæsilegu umhverfi staðarins.

Jafnframt er lagður mikill metnaður í barinn en staðurinn státar af einu stærsta ginsafni á landinu. Að auki er boðið upp á veisluþjónustu fyrir allar gerðir af veislum, fundahöldum og ráðstefnum. Nóg er af bílastæðum.

Heimasíðu staðarins er hægt að skoða HÉR.

Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ljósmynd/Ari Magg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert