Allt sem þú þarft að vita um kartöflur

Nýuppteknar kartöflur eru þær allra bestu.
Nýuppteknar kartöflur eru þær allra bestu. mbl.is/Colourbox

Nýjar kartöfur eru ómótstæðilegar á matarborðið. En hver eru leynitrixin varðandi eldun og hversu mikið magn reiknast á hvern í fjölskyldunni? Fáðu svörin og meira til hér fyrir neðan.

Svona sýður þú nýjar kartöflur
Það er alls ekki allra að sjóða kartöflur á fullkominn hátt. En allra besta leynitrixið er að byrja á því að nudda aðeins kartöflurnar upp úr köldu vatni. Settu þær svo í pott og helltu vatni yfir þannig að það hylji kartöflurnar. Saltaðu vatnið og settu jafnvel eina til tvær dillgreinar út í til að fullkomna bragðið.

Settu lok á pottinn á meðan vatnið sýður og taktu af og til froðuna frá sem myndast í vatninu. Lækkaðu niður í hitanum þegar suðan er komin upp og láttu malla áfram í 5-6 mínútur. Slökktu þá undir og láttu standa í vatninu í 5-7 mínútur áður en þú hellir vatninu af.

Hversu mikið af kartöflum reiknast á hvern gest?
Þú mátt gera ráð fyrir 300 g af kartöflum á hvern matargest.

Hvenær er uppskera á nýjum kartöflum?
Fyrstu nýju kartöflurnar eru teknar upp úr jörðu um miðjan maímánuð.

Hver er endingartíminn á nýjum kartöflum?
Í raun er tíminn ekki svo langur, því strax eftir nokkra daga getur þú fundið að þær byrja að verða mjúkar. Best er að geyma þær á dimmum og rökum stað – ísskápurinn er þó ekki besti kosturinn.

Hvernig vitum hvort kartöflurnar séu nýjar?
Þú átt að geta nuddað skrælinn af kartöflunum af með fingrunum og þær ættu að vera safaríkar að innan.

Hversu hollar eru kartöflur?
Kartöflur innihalda mörg vítamín og eru ríkar af C-vítamínum og steinefnum. Þar fyrir utan metta kartöflur magann vel.

Má borða kartöfluskrælinn?
Já, í raun er algjör synd að skræla kartöflur, því bragðið liggur allt í skrælnum. Og í raun áttu að borða skrælinn til að fá öll þau góðu vítamín og steinefni sem kartöflurnar innihalda.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert