Staðurinn er eins og dúkkuhús í yfirstærð

Velkomin á Cinnamon! Hér er allt í yfirstærð og skemmtilegheitum.
Velkomin á Cinnamon! Hér er allt í yfirstærð og skemmtilegheitum. mbl.is/Ruth Maria Murphy

Heldur óvanaleg hönnun á veitingastað hefur vakið mikla athygli. Staðurinn kallast Cinnamon og er staðsettur í Dublin, þar sem hringlaga form og munstur er notað í stórum stíl.

Veitingastaðurinn var hannaður af Kingston Laffert Design í verslunareiningu sem áður stóð tóm. Hönnunarteymið breytti áður karakterlausu rými í veitingastað þar sem er pláss fyrir leik og húmor — í ljósum og björtum tónum eru innréttingar hannaðar af innblæstri frá Verner Panton frá sjöunda áratugnum. „Okkur langaði til að skapa ímyndaðan og draumkenndan heim þar sem form virðast fljóta og ekkert er eins og það virðist,“ sagði einn af hönnuðum staðarins.

Hér sjáum við lampa sem líkjast sleikipinnum í yfirstærð og borðsalurinn við innganginn er með tvöfalda lofthæð – eða réttara sagt með fjögurra metra lofthæð. Hönnuðir staðarins sóttust eftir að umfang rýmisins myndi skapa eins konar dúkkuhúsaáhrif sem fengi gestina til að finnast þeir vera litlir inni í húsinu. Þar að auki sjáum við húsgögn í yfirstærðum, stóra bólstraða diska og spegla sem hanga á veggjum — en víða um veitingastaðinn má rekja hringlaga formið. Flauel, tígullaga flísar og blómamunstrað veggfóður er bara lítið brot af því sem færir staðnum sinn einstaka karakter, og ekki má gleyma loftljósinu í einum borðbásnum sem líkist kaffifilter á hvolfi.  

Það er ákveðin tívolístemning á staðnum.
Það er ákveðin tívolístemning á staðnum. mbl.is/Ruth Maria Murphy
Tígullaga flísar á móti hringlaga formum setja skemmtilegan svip á …
Tígullaga flísar á móti hringlaga formum setja skemmtilegan svip á staðinn. mbl.is/Ruth Maria Murphy
mbl.is/Ruth Maria Murphy
Ljós sem minnir á kaffifilter á hvolfi. Takið eftir veggfóðrinu …
Ljós sem minnir á kaffifilter á hvolfi. Takið eftir veggfóðrinu sem skreytir einnig loftið. mbl.is/Ruth Maria Murphy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert