Hér er réttur sem gæti flokkast undir „comfort food“ – svo ljúffengur er hann. Uppskrift að fersku tortillini, beikoni og ferskum aspas, a la Hildur Rut, sem er algjör snillingur í góðum pastaréttum.
Pastaréttur sem kitlar bragðlaukana (fyrir 3-4)
- 500 g ferkst tortellini með ricotta og spínati
- nokkrar vel stökkar beikonsneiðar (ofnbakaðar)
- 4 sveppir (miðstærð)
- 10 ferskir aspasstilkar
- 1 stórt rifið hvítlauksrif
- salt og pipar
- smá kjötkraftur
- ólífuolía
- 1/2-1 dl rjómi
- 1-2 dl rifinn parmesanostur
- ½ sítróna
- fersk steinselja
Aðferð:
- Skerið sveppi og aspas í bita. Brjótið fyrst nokkra cm neðan af aspasnum (þar sem hann er oftast trénaður) og hendið.
- Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum.
- Steikið sveppi og aspas upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum við.
- Hellið rjóma og safa úr ca ½ sítrónu út í. Saltið, piprið og setjið smá kjötkraft. Dreifið parmesanosti og beikoni yfir og hrærið vel. Smakkið ykkur endilega til.
- Bætið við í lokin tortellini og skreytið með parmesan og ferskri steinselju.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir