Þetta þarftu að vita áður en þú verður sykurlaus

mbl.is/ÞS

Ef það væri ekkert mál að skera frá alla sykurneyslu værum við flestöll búin að því. Þó að kroppurinn þinn muni þakka þér fyrir það að lokum, þá eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en þú kyssir sykurinn bless.

Höfuðverkur
Það mun klárlega koma mikil þörf í sykur eftir að þú tekur upp nýjan lífsstíl. Einn af fylgikvillunum er höfuðverkur sem minnir þig á hversu mikið þú saknar sykursins. Þá er ekkert í stöðunni annað en að gefa líkamanum tíma til að átta sig á að hann þarf ekki allan þennan sykur til að lifa af.

Einbeiting
Þó að þú liggir ekki með höndina í nammiskálinni er hugurinn þinn ekki tilbúinn að slíta sig frá. Hér þarftu enn og aftur að einbeita þér og draga hugann frá lönguninni. Þú getur þetta!

Þreyta
Margir sem hætta að borða sykur tala stundum um að öðlast auka líkamlega orku. En þú gætir saknað þess að fá meiri andlega orku eða hálfgert sykursjokk, sem hækkar blóðsykurinn úr 0 upp í 100 á mettíma.

Pirringur
Þú þekkir sjálfan þig best og veist alveg hvernig skapið byrjar að breytast þegar þig vantar eitthvað sætt á milli tannanna. Í hvert skipti sem þú borðar sykur ertu að verðlauna heilann, og þegar það hættir getur það farið að bitna á skapinu.

Leiði
Ef þú ert í hópi þeirra sem detta í sykurát þegar eitthvað bjátar á skaltu virkilega hugsa út í hvernig þú ætlar að tækla aðstæður eftir að þú hættir að borða sykur.

Vani
Við borðum kökur og sætindi af því að okkur finnst það svo gott og það er komið upp í vana. Þegar við höfum fundið eitthvað annað í staðinn fyrir sykurinn kemst það upp í vana eins og allt annað.

Heilbrigðari húð og tennur
Sykur þykir ekki góður fyrir húð né tennur – því minni sykur sem við dælum í líkamann því betra. En þá er allt gott í hófi, hvort sem um sykur eða eitthvað annað er að ræða. 

Þú þarft að vera við öllu búinn ef þú ætlar …
Þú þarft að vera við öllu búinn ef þú ætlar í sykurlausan lífsstíl. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert