Lúxus-bolognese með beikoni

Lúxusréttur fyrir alla sem vilja gera vel við sig.
Lúxusréttur fyrir alla sem vilja gera vel við sig. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Við meg­um al­veg við smá lúx­us annað slagið og þessi rétt­ur er sann­ar­lega á þeim nót­un­um. Hvít­vínslagað bolog­nese með bei­koni úr smiðju Snorra Guðmunds hjá Mat og myndum.

Ég mæli sér­stak­lega mikið með því að verða sér úti um eitt­hvað gott pasta fyr­ir þessa upp­skrift, en ég notaði Trecce Riga­te frá Tariello sem fæst í Mela­búðinni ásamt San Marzano tómöt­un­um,“ seg­ir Snorri.

Lúxus-bolognese með beikoni

Vista Prenta

Lúx­us-bolog­nese með bei­koni (fyr­ir 4)

  • 500 g nauta­hakk
  • 4 sneiðar bei­kon
  • 100 g gul­ræt­ur
  • 100 g lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 1 dl hvít­vín
  • 2 dós­ir / Stria­nese, San Marzano-tóm­at­ar, fást í Mela­búðinni
  • 1 msk. / Pottagaldr­ar, ít­alskt pastakrydd
  • 1 msk. / Oscar-nautakraft­ur
  • 3 msk. smjör
  • 8 g basil
  • 8 g stein­selja
  • 300 g pasta

Aðferð:

  1. Skrælið lauk og gul­ræt­ur og saxið smátt. Skerið bei­kon í litla bita.
  2. Steikið hakk við frek­ar háan hita, helst í steypu­járn­spotti þar til það er fal­lega brúnað. Færið það svo á disk og hellið megn­inu af ol­í­unni úr pott­in­um.
  3. Setjið bei­kon út í pott­inn og steikið þar til það fer aðeins að taka lit. Lækkið hit­ann á pott­in­um, bætið lauk og gul­rót­um út í og steikið þar til lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur og aðeins far­inn að taka lit, en var­ist að hann byrji að brún­ast, sirka 10-12 mín.
  4. Pressið hvít­lauk út í pott­inn og steikið í um 30-60 sek. Bætið tóm­at­púrru út í og steikið í nokkr­ar mín. Bætið hvít­víni út í og látið það sjóða niður.
  5. Bætið hakk­inu aft­ur út í pott­inn ásamt Ítalskri krydd­blöndu, nautakrafti, 1,5 tsk. salti og San Marzano-tómöt­un­um og kremjið þá aðeins með spaðanum.
  6. Lækkið hit­ann í lága still­ingu svo það réttu kraumi í pott­in­um og látið malla und­ir loki í 1 klst., en hrærið ein­staka sinn­um í.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert