Svona heldur þú flísunum fínum

Finnst þér þú hafa nýlokið við að þrífa baðherbergisflísarnar þegar þær eru farnar að láta á sjá aftur? Þá er þetta einfalda ráð eitthvað fyrir þig.

Baráttan við kalk og sápuleifar ætlar engan endi að taka! Í daglegu amstri og á stórum heimilum myndast fljótt húð á sturtuflísunum eftir daglegan kroppaþvott heimilisfólksins. En það var snjall maður að nafni Jens Peter Jacobsen sem gaf okkur lausnina við vandanum. Jens hefur starfað hálfa ævina sem bókbindari og sagðist hafa smurt vélarnar með bílabóni til að halda þeim hreinum.

Hann byrjaði því að bera bílabón á baðherbergisflísarnar og sagði í viðtali að áferðin héldist í það minnsta í sex mánuði. En áður en þú hefst handa skaltu þrífa flísarnar extra vel og leyfðu þeim að þorna. Síðan berðu bílabónið á flísarnar með hreinum klút. Athugið að það er mikilvægt að nota bílabón án slípiefnis, annars er hætta á rispum – og bónið hentar eingöngu flísum með sléttu yfirborði.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert