Keyrðu í sjö tíma eftir hamborgara

Vinirnir Ryan Hall og Paisley Hamilton sem keyrðu 400 kílómetra …
Vinirnir Ryan Hall og Paisley Hamilton sem keyrðu 400 kílómetra í heildina til að fá sér McDonalds. mbl.is/Facebook

Það var sannkallaður gleðidagur hjá mörgum þegar McDonalds opnaði aftur eftir samkomubann á erlendri grundu. Og sumir urðu aðeins meira spenntir en aðrir!

Þegar bresku vinirnir Ryan Hall og Paisley Hamilton fengu fregnir um að McDonalds væri að opna aftur bílalúgurnar, þá breyttist átta vikna dvöl í einangrun í hamingjusaman dag. En gleðin varði stutt við, því McDonalds staðurinn í Hull, þar sem þau eru búsett, var ekki enn kominn með grænt ljós á opnun. Í staðinn keyrðu þau í litla Fiat bílnum hans Ryan frá Hull til Peterborough – eða rétt um 200 kílómetra.

Þegar á staðinn var komið keyptu þau stóra BigMac máltíð, stóra nuggets máltíð, tvo tvöfalda ostborgara, einn kjúklingaborgara, venjulegan ostborgara og einn Filet-O-Fish borgara. Samtals kostaði þetta um 3.400 krónur og þau eyddu um 4.500 krónum í bensín til að komast á staðinn. En þess má geta að 30 bílar voru á undan þeim í röðinni!

Vinirnir sögðu að þau myndu gera þetta allt aftur – þetta var hverrar krónu virði. Þau gæddu sér á matnum á bílastæðinu áður en þau keyrðu aðra 200 kílómetra aftur heim. Fimmtán mínútna máltíðin endaði því næstum í sjö tímum.

Hversu langt myndir þú keyra eftir uppáhalds skyndibitanum þínum?
Hversu langt myndir þú keyra eftir uppáhalds skyndibitanum þínum? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert