Eru ferskir ávextir hollari en frosnir?

Er stór munur á frosnum eða ferskum berjum og ávöxtum?
Er stór munur á frosnum eða ferskum berjum og ávöxtum? mbl.is/Colourbox

Safarík jarðarber, ferskur ananas og bragðgóð bláber, eru brot af því allra besta snakki sem við vitum um. Allt sem er ferskt er betra en frosið – eða hvað?

Í raun getur svarið við fyrrnefndri spurningu verið alveg þveröfugt! Mikið af þeim ávöxtum og grænmeti sem þú færð í matvöruverslunum hér á landi er ræktað óralangt í burtu og flutt hingað til lands. Og til þess að þola langar vegalegndir eru ávextirnir oftast teknir upp áður en þeir ná fullum þroska, og þá áður en þeir hafa náð að mynda öll þau næringarefni sem þau annars innbyrða.

Það grænmeti sem ræktað er sérstaklega til að frysta, er tekið upp seinna í vaxtarferlinu og geymir því meira af næringarefnum. Grænmetið og ávextirnir eru þar fyrir utan sett strax í frost eftir uppskeru og hægir því á sundurliðun vítamínanna. Því innihalda frosnar vörur oftar en ekki meira af næringarefnum en þær fersku. Frosin ber eru því í framúrskaranlegum gæðum svo ekki sé minna sagt.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert