Gömul ljósahönnun er komin í leitirnar

Klassísk hönnun endurvakin - ljósið PH Septima er nú aftur …
Klassísk hönnun endurvakin - ljósið PH Septima er nú aftur fáanlegt. mbl.is/Louis Poulsen

Hönnun frá árinu 1928 hefur aftur litið dagsins ljós í glæsilegri útgáfu borðstofuljóss, hannað af Poul Henningsen.

Ljósið PH Septima er talið eitt fágaðasta ljós sem Poul Henningsen hannaði – og kom fyrst á markað árið 1928. Á fjórða áratugnum var framleiðslu ljóssins hætt vegna skorts á hráefni.

En á þessu margrómaða ári 2020 kynnir ljósaframleiðandinn Louis Poulsen endurkomu á þessu fágaða ljósi. Loftljós sem líkist sjö-skugga glerkórónu þar sem gæði og stöðugleiki eru í forgrunni og sómar sér glæsilega yfir hvaða borðstofuborði sem er.

mbl.is/Louis Poulsen
Ljósið var hannað af Poul Henningsen og kom fyrst á …
Ljósið var hannað af Poul Henningsen og kom fyrst á markað árið 1928. mbl.is/Louis Poulsen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert