Þrjár góðar ástæður til að borða rúsínur

Rúsínur eru frábært snakk ef þig langar í hollt millimál …
Rúsínur eru frábært snakk ef þig langar í hollt millimál fyrir alla fjölskylduna. mbl.is/Colourbox

Það er bæði hollt og ljúffengt að gefa rúsínum pláss í snakkskápnum heima, því flest okkar könnumst við að langa að teygja okkur djúpt ofan í nammipokann þegar líða fer á daginn og hungrið gerir vart við sig. Hér eru þrjár ástæður af hverju þú ættir að borða rúsínur.

100% náttúrulegt val
Eitt af því sem þú þarft aldrei að vera í vafa um að setja inn fyrir þínar varir, eru Kaliforníurúsínur. Þær eru 100% náttúrulegar og lausar við öll auka efni, fyrir utan að vera ræktaðar í glampandi sól og bergvatni úr San Joaquin-dalnum.

Næringarríkar
Mjúkar og safaríkar rúsínur veita þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir í sykurlöngun og þú getur raðað þeim í þig á milli máltíða. Rúsínur eru næringarríkar og innihalda C-, K- og B6-vítamín, ásamt járni, magnesíum og kalsíum. Þar fyrir utan eru þær ríkar af trefjum. Þessi litlu krumpuðu þurrkuðu ber, passa akkúrat inn í hollan og heilbrigðan lífsstíl.

Árstíðin skiptir ekki máli
Þó að grænmeti og ávextir taki stakkaskiptum í matvöruverslunum landsins eftir árstíðum, þá gera rúsínur það ekki. Þú finnur þær í hillunum allan ársins hring! Þær geymast vel í allt að 12 mánuði án þess að missa lit, bragð eða næringargildi. Sem er mjög jákvætt fyrir okkur sem viljum hafa gott og fyrirferðarlítið snakk í veskinu yfir daginn. Rúsínur eru líka frábærar í hvers kyns matargerð, eins og í karrýrétti á köldum vetrardögum eða út á ferskt salat á sumrin.

Rúsínur eru bragðgóðar í ýmsa heita rétti, einnig bakstur og …
Rúsínur eru bragðgóðar í ýmsa heita rétti, einnig bakstur og út á ferskt salat. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert