Hið klassíska og vinsæla matarstell frá Royal Copenhagen er mörgum kunnugt. En nýir stafabollar eru nú fáanlegir frá fyrirtækinu.
Stafabollarnir sækja innblástur sinn í fyrstu handmáluðu vörulínu Royal Copenhagen, sem ber nafnið Musselmalet Riflet og það frá herrans árinu 1775. Bollarnir eru með háum hanka til að gripið sé gott og bókstafurinn er málaður á aðra hlið bollans – þá skreyttur blómum og tveimur pálettum.
Nýju bollarnir eru handmálaðir þó að hver stafur virðist frekar náttúrulegur og áreynslulaus, þá eru þeir málaðir með einni vandaðri pensilstroku. Bollarnir rúma heila 33 cl sem samsvarar heilli dós af gosdrykk og þola bæði uppþvottavél og örbylgjuofn. Hægt er að nálgast bollana HÉR.