Hægmeyrnað íslenskt nautakjöt í verslanir

Hægmeyrnun eða
Hægmeyrnun eða "dry-aged" þýðir að kjötið er látið meyrna í 4-6 vikur við kjöraðstæður.

Það er mikil þróun í gangi á íslenskum kjötafurðamarkaði um þessar mundir og er ljóst að neytendur eru áhugasamir um þessa þróun ef marka má viðtökurnar sem galloway- og limosin-nautasteikur úr Skagafirði fengu við komu í verslanir í síðustu viku.

Önnur merkileg nýjung sem er í boði er sérvalið nautakjöt sem búið er að hægmeyrna í 4-6 vikur en til samanburðar er hefðbundið nautakjöt látið meyrna í 15 daga. Kjötið er látið hanga á beini í sérhönnuðum kæli í 4-6 vikur við við 2-4°C og gerir sú aðferð það að verkum að kjötið nær einstakri meyrnun og bragðgæðum.

Um komandi helgi verður boðið upp á hægmeyrnaðar rib-eye steikur í hæsta gæðaflokki í verslunum Hagkaups en að sögn forsvarsmanna verslunarinnar verður framboð á sérverkuðu rib-eye í meira magni en áður og fáanlegt í öllum verslunum Hagkaups.
Það er því ljóst að það er mikil gróska í vinnslu og þróun á íslensku nautakjöti sem er fagnaðarefni fyrir matgæðinga og íslenskan landbúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert