Heimagerðir íspinnar sem börnin elska

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt sumarlegra en að eiga íspinna í frystinum til að gæða sér á þegar sólin skín. Flestir eru í frostpinnunum en hér er Linda Ben með alvöru ísuppskrift sem er einföld og æðsileg.

Heimagerðir jarðaberja íspinnar

  • 3 eggjarauður

  • 3 dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

  • 2 dl jarðaberja AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

  • 1 ½ dl sykur

  • 200 g fersk jarðaber

Aðferð:

  1. Skerið jarðaberin í bita, takið græna hlutann af. Setjið í pott ásamt sykrinum og hitið á vægum hita þar til sykurinn hefur bráðnað.
  2. Þeytið eggjarauðurnar mjög vel, alveg þangað til þær verða ljós gular, þykkar og deigið myndar borða þegar þeytarinn er tekinn upp úr og deigið lekur aftur ofan í skálina (borðarnir eru sjáanlegir í örfáar sek).
  3. Þeytið rjómann í annari skál, bætið AB-mjólkinni saman við varlega með sleikju.
  4. Bætið eggjarauðunum saman við með sleikju og síðan jarðaberin ásamt sykur sírópinu, blandið öllu varlega saman.
  5. Hellið ís “deiginu” í íspinna form eða annað form ef þið viljið gera ískúlur, frystið í a.m.k. sólahring áður en borða á ísinn.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert