Bestu ráðin til að grilla grænmeti

Grillað grænmeti er algjört sælgæti!
Grillað grænmeti er algjört sælgæti! mbl.is/Colourbox

Það þurfa ekki alltaf að vera stórsteikur eða pylsur á grillinu, því grænmeti er alveg rosalega gott, þá hvort sem er máltíð eða meðlæti. Hér eru öll trixin hvernig best sé að grilla grænmeti.

Bestu ráðin fyrir grænmetið á grillið

  • Grillið þarf alltaf að vera hreint og heitt.
  • Það er mikilvægt að stórir grænmetisbitar fái óbeinan hita á meðan minni bitar séu undir beinum hita.
  • Eins er mikilvægt að nota olíur sem þola hita. Ef þú notar raps- eða repjuolíu munu þær brenna við og bragðið verður biturt.
  • Sólkjarnaolía þolir mikinn hita og gefur ekki af sér nein bragðefni eins og margar aðrar olíur.

Seljurót er frábær á grillið
Þú þarft ekkert að pensla olíu á seljurótina, því hún getur farið beint á grillið eins og hún er. Síðan skrælir þú hana eftir að hafa grillað. Seljurótin inniheldur mikinn safa og bragð – sumir vilja meina að rótin bragðist eins og heslihnetur sem gefur einstakt bragð sem meðlæti.

Nýjar gulrætur
Ef þú vilt grilla gulrætur er mikilvægt að þær séu ekki of eldaðar. Í raun þurfa nýjar gulrætur ekki langan tíma á grillinu og alls ekki skræla þær áður en þú leggur þær á grillið – því í hýðinu er fullt af vítamínum og steinefnum. Hýðið heldur líka safanum inni. Grillaðu gulrætur við háan hita til að sykurinn í gulrótinni byrji að karamelluserast, það er algjört sælgæti!

Rauðrófur eru spennandi
Ef þú vilt prófa eitthvað nýtt, þá mælum við með rauðrófum á grillið. Hér setur þú rauðrófuna með hýðinu og öllu til að viðhalda safanum eins og með gulræturnar. Láttu rauðrófuna standa á grillinu þar til hýðið byrjar að losna frá. Taktu þá rófuna af grillinu og láttu hvíla í smá stund áður en þú skerð hana í bita. Það er æðislegt að útbúa rauðrófusalat með fetaosti, vorlauk, grófu sinnepi, salti og pipar.

Toppkál er vinsælt á sumrin
Toppkál er næringarríkt og bragðgott grænmeti sem hægt er að grilla á tvo vegu. Annaðhvort leggur þú kálið í bakka með smá smjöri og lætur brúnast eða grillar það beint. Ef þú leggur kálið beint á grillið skaltu skera það fyrst til helminga. Kálið verður ótrúlega falleg viðbót á matardiskinn með góðri steik.

Nýjar kartöflur
Litlu ljúffengu gullklumparnir þola hitann vel á grillinu. Enda jafnast fátt við nýjar kartöflur á grillið.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert