Endurgera eina frægustu auglýsingu Íslandssögunnar

Hver man ekki eftir krökkunum í Vilko auglýsingunni sem kyrjuðu „Við viljum Vilko!" eins og samstíga byltingarher svo undirtók.

Auglýsingin hafði þau áhrif að Vilko varð ómissandi hluti af íslensku mataræði og vart til það mannsbarn hér á landi sem borðar ekki vörur frá Vilko reglulega.

Í tilefni 50 ára afmælis vörumerkisins var ákveðið að endurgera þessa byltingarkenndu auglýsingu sem flestir muna eftir sem voru með ráði og rænu á þeim tíma er auglýsingin var sýnd.

Heimilið hefur verið fært í nútímalegri búning en krafan er sú sama hjá krökkunum: Við viljum Vilko!

Matarvefurinn óskar Vilko til hamingju með afmælið og fagnar endurútgáfu auglýsingarinnar sem hafði svo mikil áhrif á heila kynslóð fyrir þrjátíu árum eða svo...

Ljósmynd/OJK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka