Mikkeller og Burger King í samstarfi

Nú geta gestir Burger King fengið sér nýja tegund af …
Nú geta gestir Burger King fengið sér nýja tegund af hamborgurum og skolað þeim niður með Mikkeller-bjór. mbl.is/Press

Hvern hefði grunað að við myndum sleppa því að fá okkur sjeik með næsta hamborgara hjá Burger King en panta öl í staðinn – eflaust engan!

Bjórframleiðandinn Mikkeller og Burger King eru eflaust ekki samstarf sem þú sást fyrir þér, en þannig er nú staðan – því þessi tvö fyrirtæki hafa tekið höndum saman. Frá og með 24. júní getur þú keypt The King´s Cup-bjór, sem er ferskur bjór án alkahóls. Með honum fylgja tveir nýir hamborgarar eða Argentinian Grill sem samanstendur af chimichurri, beikoni og cheddarosti. Síðan er það French Cheese sem geymir franskan Florental-ost, sinnepsdressingu og karamelluseraðan lauk.

Mikkel Bjergsø eigandi Mikkeller segir samstarfið vera skemmtilegt og eigi að ná til stærri markhóps en ella. Almenningur geti deilt og upplifað samsetningu af mat sem þú yfirleitt færð á börum eða á sælkeraveitingahúsum.

Bjórdósirnar eru skreyttar þekktum Mikkeller-fígúrum, þeim Henry og Sally, sem að sjálfsögðu eru klæddar í einkennisbúning Burger King. Hamborgararnir og bjórinn er nú fáanlegt á veitingastöðum Burger King í Svíþjóð og Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert