Það gerist ýmislegt í veitingageiranum og veitingafólk ýmsu vant en þetta er ábyggilega með því betra. Berglind Sigmarsdóttir á GOTT í Vestmannaeyjum fékk fyrirspurn um daginn þar sem spurt var hvort hægt væri að panta morð á laugardaginn.
Berglind svaraði því til að það gæti verði erfitt og svaraði viðkomandi skellihlægjandi um hæl að hér hefði svokallað „auto-correct" verið að verki en ætlunin hafi að sjálfsögðu verið að panta borð.