Nýir og ferskir kokteilar í dós eru það allra nýjasta frá Jack Daniel's. Drykkir sem setja sólina hærra á loft þetta sumarið og kitla bragðlaukana.
Við erum að sjá þrjár nýjar tegundir af kokteilum í dós, sem virðist vera færast í aukana frá hinum ýmsu framleiðendum. Kokteilarnir innihalda um sama magn af alkóhóli og léttur bjór, eða í kringum 5-7%. Bragðtegundirnar eru Whiskey & Cola, Whiskey & Seltzer og Whisky, Honey & Lemonade. Þeir sem kjósa lágkolvetnadrykki ættu að setja fókusinn á Whiskey & Seltzer frá Jack Daniel's, en drykkurinn inniheldur 0 grömm af kolvetnum og einungis 97 hitaeiningar í hverri dós.
Drykkirnir eru þvi miður eingöngu fáanlegir í Bandaríkjunum eins og er, en munu vonandi rata víðar um heiminn áður en langt um líður.