Það er nánast ómögulegt að rekast ekki á skyndibitakeðjuna McDonalds á ferðalögum erlendis og jafnvel prófa eitthvað nýtt á matseðlinum.
Heimsþekkta skyndibitakeðjan McDonalds virðist vera dugleg að bjóða upp á framandi og nýja rétti en það voru Vanarama.com sem tóku saman nokkra af skrítnustu réttum sem McDonalds býður upp á víðsvegar um heiminn.
Hefur þú smakkað eitthvað af þessu?
Maukuð kartafla, fyllt með hökkuðum kjúkling a la Hollendingar.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Hreint út sagt, bráðið súkkulaði í samloku í boði Þjóðverja.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Pólverjar bjóða upp á hvorki meira né minna en Gordon Bleu borgara – beikon, kjöt og steiktur kjúklingur fylltur með skinku.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Kókoshrísgrjón, gúrka, þistilhjörtu, spælt egg og ayam goreng – eða þjóðarréttur Malasíu á einum diski á McDonalds.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Ostafyllt nuggets með spínati og parmesan getur þú pantað þér á Ítalíu.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Ástralir bjóða okkur upp á McFlurry með tyggjósósu og litlum sykurpúðum.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Kjúklingalæri með spaghettí og kjötsósu er vinsælt í Filippseyjum.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Ástralir eru óðir í McNúðlur.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Í Suður Kóreu er ekkert eðlilegra en að panta sér laxaborgara með buffi.
mbl.is/Vanarama/McDonalds
Á Indlandi færðu brauðkörfu fyllta með kjúkling í karrí.
mbl.is/Vanarama/McDonalds