Gin úr garði drottningar nú fáanlegt

Nýtt gin á markað frá Buckingham höll.
Nýtt gin á markað frá Buckingham höll. mbl.is/PA

Nú getur þú keypt gin, framleitt úr handtíndum hráefnum úr garði drottningarinnar í Buckingham höll. 

Það eru The Royal Collection Trust sem hafa sett ginið í sölu og kostar 70 cl flaska í kringum 7.000 krónur. En ginið mun einnig vera borið fram á viðburðum í höllinni. Ginið hefur mildan sítrus- og jurtakeim og er framleitt úr 12 mismunandi plöntum – sem margar hverjar eru tíndar í garði hallarinnar.

Á heimasíðu framleiðandans er mælst með að hella gininu í glas fyllt af klökum og fylla upp með tonic – og alls ekki gleyma að skreyta með sítrónuskífu. Flaskan er einnig fögur ásjónu, glær með turkís litatónum, skreytt gylltum hring að framan. Og ekki má gleyma teikningu af höllinni sem prýðir flöskuna að aftanverðu.

Öll sala ginsins mun renna til Royal Collection Trust – góðgerðastarfsemi sem viðheldur og sýnir stóran hluta af konunglegum gripum. En vonast er til að salan muni hjálpa til vegna fjárhagsörðugleika sem urðu í kjölfar kórónaveirunnar.

En þess má til gamans geta að drottningin sjálf er mjög hrifin af gini og fær sér oftar en ekki drykk fyrir hádegismat. Þá er hennar kostur að blanda saman einum hluta af gini á móti tveimur af Dubbonet, með ísmolum og sítrónusneið.

Flaskan er mjög fallega skreytt, en teikningu af höllinni má …
Flaskan er mjög fallega skreytt, en teikningu af höllinni má finna aftan á flöskunni. mbl.is/PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert