Stundum eigum við það til að kaupa of mikið af þurrmat eins og t.d. hnetum sem lenda aftast í skápnum og eru aldrei borðaðar. En það er algjör óþarfi að láta þær fara til spillis!
Við reynum að forðast alla matarsóun eins vel og við getum. Og þegar við finnum gamlar hnetur upp í skáp sem eru orðnar alveg þurrar, þá er engin ástæða til að henda þeim þegar húsráð sem þetta liggur á borðinu. Þú einfaldlega setur hneturnar í mjólkurbað í klukkutíma og þær verða eins og nýjar, hvort sem þú borðar þær beint upp úr pokanum eða notar í bakstur eða aðra matargerð. Enn eitt trixið sem gott er að kunna!