Mið-Austurlensk veisla í boði Snorra

Mið-Austurlensk matarveisla í boði Snorra hjá Matur og myndir.
Mið-Austurlensk matarveisla í boði Snorra hjá Matur og myndir. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Lit­rík og fal­leg mat­ar­veisla í boði Snorra Guðmunds hjá Mat­ur og mynd­ir – þar sem bragðlauk­arn­ir fara í ferðalag til Mið-Aust­ur­landa.

Ég elda af­skap­lega oft rétti í lík­ind­um við þenn­an fyr­ir okk­ur fjöl­skyld­una og vel þá helst skinn og bein­laus kjúk­linga­læri, en mér þykja þau bragðbest ásamt því að þau þola bet­ur að vera bökuð aðeins leng­ur en td kjúk­linga­bring­ur þar sem þau eru fitu­meiri og verða síður þurr áður en þau eru orðin fal­lega brúnuð“, seg­ir Snorri.

Mið-Austurlensk veisla í boði Snorra

Vista Prenta

Mið-Aust­ur­lensk veisla í boði Snorra (fyr­ir 2)

  • 500 g kjúk­linga­læri (skinn & bein­laus)
  • 10 g shaw­arma krydd, 10 g / Krydd­húsið
  • 120 ml bulg­ur
  • 10 g kórí­and­er
  • 15 g stein­selja
  • ¼ stk.  lít­ill rauðlauk­ur,
  • 25 g pist­asíu­hnet­ur
  • 30 g granatepla­fræ
  • 30 g feta­ost­ur í krydd­legi
  • 60 g grísk jóg­úrt
  • 60 g maj­ónes
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1 msk. borðedik
  • ½ tsk. sítr­ónusafi
  • 2 g hvít­lauk­ur
  • Salt & pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­linga­læri í skál ásamt shaw­arma kryddi og um ½ tsk af flögu­salti. Blandið vel sam­an og látið mar­in­er­ast í amk 1 klst.
  2. Stillið ofn á 180° með blæstri. Dreifið kjúk­linga­lær­un­um yfir ofn­pötu með bök­un­ar­papp­ír og bakið í 30 mín í miðjum ofni.
  3. Hrærið sam­an grískri jóg­úrt, maj­ónesi, sítr­ónusafa, syk­ur og ed­iki. Saxið 5 g af stein­selju og pressið hvít­lauk og hrærið sam­an við sós­una. Smakkið til með salti og ríf­legu magni af svört­um pip­ar.
  4. Sjóðið bulg­ur eft­ir leiðbein­ing­um á pakka og færið svo í skál.
  5. Saxið kórí­and­er, rest­ina af stein­selju, pist­asíu­hnet­ur og rauðlauk. Hrærið sam­an við bulg­ur ásamt granatepla­fræj­um og feta­osti. Smakkið til með salti.
  6. Berið fram með naan brauði og fersku sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert