Er borðstofan minnst spennandi rýmið á heimilinu? Þá getur verið að þú þurfir að fá nokkur góð ráð og skapa nýja stemningu við borðið.
Nokkur góð ráð varðandi borðstofur
- Borðstofan er rýmið þar sem þú, fjölskyldan og gestir koma saman og verja drjúgum stundum. Sjáðu til þess að rýmið sé huggulegt, með hlýju yfirbragði – og reyndu að setja ekki allan fókusinn á borðið og stólana, því allt rýmið skiptir máli.
- Það er góð hugmynd að velja borðstofuborð í hlýjum efnivið eða ljósum lit. Hörð og köld efni geta glamrað meira er þú setur diska, glös og hnífapör á borðið.
- Ólíkir stólar við borðið geta gefið meira lifandi flæði. En gott er að hafa í huga að stólar geta verið mjög mismunandi, sumir með örmum og aðrir bólstraðir – en krakkarnir kjósa oftast að sitja við bekk ef slíkt er í boði, enda mjög meðfærilegt að vera með bekk við borðið.
- Passaðu hversu hátt þú hengir upp borðstofuljósið sem kemur til með að hanga yfir borðinu. Fólk verður að geta séð hvort annað og ekki blindast af perunni í ljósinu. Þá er dimmer alltaf góður kostur.
- Góð hljóðdempun er alltaf verð að hafa í huga og slíkt getur verið í formi gardína, gólfteppis eða listaverka – sem skapar á sama tíma persónulega stemningu.
- Reyndu að bæta við öðrum húsgögnum og fylgihlutum en bara borði og stólum. Bekkur undir gluggann, eða lítill skápur á vegginn sem geymir leirtauið er ein hugmynd – og ekki gleyma ferskum blómum sem skipta höfuðmáli og fegra öll þau rými sem þau prýða.
Borðstofur eru rýmin þar sem fjölskylda og vinir safnast saman og deila góðum borðsögum.
mbl.is/anadianloghomes.com