Bestu kælibox í heimi?

YETI boxin þykja frekar flott en hægt er að fá …
YETI boxin þykja frekar flott en hægt er að fá þau hérlendis í Veiðihorninu.

Þegar Roy og Ryan Seiders stofnuðu YETI fyrir fjórtán árum síðar grunaði þá ekki að þeir ættu eftir að umbylta kæliboxaiðnaðinum. Markmiðið var að hanna kælibox sem þyldu margra daga ferðalög og harkalega meðferð. Útkoman hefur slegið í gegn og eru YETI kæliboxin alla jafna kallaðar Rolls Royce kæliboxanna.

Það er gaman að lesa sér til um sögu þeirra Roy og Ryans. Báðir eru þeir miklir veiðimenn og aldir upp í miklu frumkvöðla umhverfi. Faðir þeirra stofnaði fyrirtæki sem framleiddi expoxy fyrir veiðistangir. Bræðurnir fetuðu í fótspor föður síns eftir útskrift úr háskóla og Ryan hóf að framleiða veiðistangir á meðan Roy hellti sér út í bátagerð. Á sama tíma voru þeir orðnir langþreyttir á lélegum kæliboxum og smám saman fæddist hugmyndin að hinu fullkomna kæliboxi. Markmiðið var að boxið gæti haldið kulda svo dögum skipti þannig að hægt væri að taka það með í margra daga veiðiferðir. Boxið þurfti jafnframt að vera sterkbyggt – helst svo væri hægt að standa á því meðan verið væri að veiða ef þess þyrfti. Það tókst og hafa boxin verið vottuð sem grábjarnarheld af sérstakri opinberri nefnd sem þeim bræðrum þykir frekar fyndið þar sem engir grábirnir eru í Texas.

Það sem bræðrunum tókst var að búa til vöru inn á markað sem var þegar mettaður en hafa hana umtalsvert vandaðri og dýrari. Veiðimenn og útivistarfólk leggur mikið upp úr góðum búnaði og því var ljóst að markhópurinn væri til staðar.

Bræðurnir við uppáhalds iðju sína.
Bræðurnir við uppáhalds iðju sína.

Jarðtengdir ástríðuveiðimenn

Það var svo árið 2015 að YETI fór úr því að vera meðalstórt grasrótarfyrirtæki yfir í að verða eitt þekktasta vörumerkið í útivistargeiranum. Sérfræðingar í markaðsmálum segja að velgengni fyrirtækisins megi fyrst og fremst rekja til markaðssetningarinnar sem hefur verið meðal veiðimanna og útivistarfólks sem hafi síðan mælt með vörunni. Trúverðugleiki fyrirtækisins sé mikill, varan góð og vörumerkið hafi smám saman náð að smeygja sér inn í menninguna sem órjúfanlegur hluti af góðri veiðiferð. Þannig sé YETI orðið hluti af orðaforða útivistarfólks.

Þrátt fyrir velgengni fyrirtækisins og stækkun eru Roy og Ryan enn jafn jarðtengdir og þeir hafa ávallt verið. Þeir sinna ástríðu sinni af miklum eldmóð og eru í djúpum tengslum við samfélagið sem þeir eru orðnir stór hluti af. YETI er orðið að þungavigtarvöru sem veiðimenn og útvistarfólk um heim allan ásælist en það breytir ekki markmiði bræðranna sem var að búa til góða vöru sem þyldi nánast allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert