Húsráðið sem þú verður að kunna

Falleg blóm í vasa eru það besta fyrir heimili og …
Falleg blóm í vasa eru það besta fyrir heimili og sál. mbl.is/Colourbox

Nú er tíminn sem við erum hvað mest með ný blóm í vasa – hvort sem við tínum þau í næsta göngutúr eða kaupum út í búð. En hvernig er best að þrífa kalkrendur sem myndast eftir vatnið í vasanum? Svarið færðu hér fyrir neðan.

Það er ekkert meira óspennandi en litríkur og fallegur blómvöndur í glervasa með hvítum slikjum eftir gamalt vatn. Og því meira sem við notum vasann, því fleiri verða rendurnar.

Svona losnar þú við hvítar rendur í vasa:

  • Fylltu vasann af heitu vatni og settu 1 tsk af lyftidufti út í. Hrærðu vel í.
  • Settu plastfilmu yfir vasann og leyfðu blöndunni að standa – í nokkra daga ef þess þarf.
  • Tæmdu vasann og skolaðu – og vasinn verður sem nýr á ný.

Best er að þvo reglulega vasana um leið og minnstu slikjur fara gera vart við sig, þá með uppþvottalögi og svampi. Þannig spornar þú við að rákirnar komi til með að festast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert