Hugmyndarík amma (að hvorki meira né minna en tíu ömmubörnum) bakaði köku sem líkist þrifsvömpum – og uppskriftin fylgir með.
Alice Munro er 52 ára gömul amma frá Tasmaníu og elskar að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hér býður hún okkur upp á þvottasvampaköku sem á víst að vera lítið mál að baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún bakar stórkostlegar kökur, því hún töfraði fram köku í formi kjúklingabitafötu og franskra kartaflna frá KFC á síðasta ári.
Bakaði köku sem líktist þvottasvampi (sex svampar)
- Vanillukökumix af einhverju tagi (eða grunnuppskrift að vanilluköku)
- matarlitir – grænn, gulur og svartur
- smjörkrem
- Oreo og súkkulaði til að búa til „skítugan“ disk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180° eða samkvæmt leiðbeiningum á kökupakkanum.
- Útbúið kökumixið og blandið svo gulum matarlit saman við einn þriðja af deiginu. Setjið grænan lit í afganginn af deiginu ásamt örlitlu af svörtum lit. Setjið deigið í tvö mismunandi form. Látið kólna á rist.
- Þeytið smjörkrem saman við gulan matarlit.
- Skerið kökurnar til í raunstærðir svampa. Smyrjið aðra hliðina á grænu og gulu hlutunum og festið saman til að búa til svamp.
- Berið fram með Oreo-mulningi og smyrjið súkkulaði á diskana til að þeir líti út fyrir að vera skítugir.
Kakan er mjög raunveruleg á að líta - það er varla hægt að sjá mun á kökunni og alvöru svömpum.
mbl.is/Alice Munro
Alice Munro með eiginmanni sínum.
mbl.is/Alice Munro
Kakan sem Alice bakaði í fyrra - kjúklingafata og franskar frá KFC.
mbl.is/Alice Munro