Svona notar þú naglakk á allt mögulegt

Naglalakk er hin mesta snilld við ýmsum „vandamálum
Naglalakk er hin mesta snilld við ýmsum „vandamálum". mbl.is/Colourbox

Naglalakk er svo miklu meira en bara til skrauts á fingurnar – því við getum notað lakkið á ýmsa vegu til að létta okkur lífið. Því er alltaf gott að eiga gamalt lakk til að grípa í þegar þörf er á.

Svona getur þú notað naglalakk á marga vegu

  • Þegar þú átt erfitt með að þræða nál skaltu setja smá lakk á endan á þræðinum (ekki of mikið). En þá verður þráðurinn stífur og flýgur í gegnum nálaraugað.
  • Ef þú kannast við að nælonsokkarnir renni stanslaust niður og undir ilina í skónum, skaltu setja smá lakk á sokkinn og vandinn heyrir sögunni til.
  • Þegar reimarnar losna að framan og þú kemur þeim ómögulega inn í gatið á skónum, skaltu setja lakk á endann – láta það harna og þá kemur þú reiminni inn.
  • Það er gott ráð að setja mismunandi liti af lakki á húslyklana til að þekkja þá í sundur – sérstaklega sniðugt fyrir krakka.
  • Þeir sem ennþá senda bréfpóst á milli staða, glíma stundum við ómöguleg umslög þar sem þau vilja ekki lokast almennilega. Settu smáveigis af naglalakki á umslagið og það mun haldast lokað og ná sína leið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert