Þjóðhátíðarstemning á pallinum í ár

Það er auðvelt að mynda góða stemningu í garðinum heima …
Það er auðvelt að mynda góða stemningu í garðinum heima með nánustu vinum og fjölskyldu. mbl.is/Colourbox

Hér er allt það helsta sem þú þarft að vita til að halda gott grillpartí í sumar og búa til þína eigin þjóðhátíð með vinum og fjölskyldu í garðinum heima. Auðvitað þarftu ekki að taka þetta alla leið eins og við nefnum hér fyrir neðan, því oftast er góður matur og félagsskapur eina sem þarf í gott partí.

  • Skapaðu þjóðhátíðarstemingu með því að slá upp tjaldi í garðinum. Hengdu upp ljós á milli trjánna og settu jafnvel mottur eða teppi á grasið. Og fyrir þá sem vilja stíga skrefinu lengra, þá er diskókúla málið.
  • Matur sem kitlar bragðlaukana er lykilatriði í góðri veislu. Þá eru grillaðir hamborgarar auðveldir í framkvæmd og eitthvað sem allir elska – með nóg af beikoni, osti, lauk, grænmeti og gúrme sósum. Þið finnið nóg af slíkum uppskriftum hér á vefnum.
  • Það er ekki partí nema um góða tónlist sé að ræða. Vertu tilbúinn með lagalista sem hentar kvöldinu. Byrjaðu á rólegu nótunum og færðu þig yfir í dillandi tóna. Vertu með þráðlausan hátalara sem þú getur auðveldlega fært á milli staða.
  • Ekki gleyma drykkjunum – sama hvort um áfenga eða óafenga drykki sé að ræða, eða bæði. Það er alltaf viss steming að vera með rými fyrir lítinn bar þar sem hægt er að blanda drykki af ýmsu tagi. Og alveg sama hvað – alls ekki gleyma ísmolum!
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert