Háleynilegri uppskrift Ben & Jerry‘s deilt á netinu

Hrátt kökudeig er í uppáhaldi margra - og hér færðu …
Hrátt kökudeig er í uppáhaldi margra - og hér færðu uppskriftina frá ísframleiðandanum Ben & Jerry's. mbl.is/benjerrys.com

Uppskriftin að hráa kökudeiginu sem allir kökuunnendur elska frá ísframleiðandanum Ben & Jerry‘s, hefur verið afhjúpuð. Deigið inniheldur engin egg og þú mátt borða það beint úr ísskápnum – en það geymist í viku í kæli eða allt að sex mánuði í frysti.

Ísframleiðandinn deilir uppskriftinni á heimasíðu sinni og gefur okkur myndband með. 

Ben & Jerry‘s deila leyndri kökudeigs uppskrift

  • 8 msk. ósaltað smjör, við stofuhita
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 msk. rjómi
  • 1 msk. vanilludropar
  • ½ tsk. kosher salt
  • 1 bolli hveiti
  • ½ bolli súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Takið öll hráefnin saman.
  2. Fyrst af öllu skaltu hita hveitið til að ganga úr skugga um að óhætt sé að borða það. Ómeðhöndlað hveiti getur verið mengað og ekki það besta fyrir magann ef svo er. Settu hveitið í skál og inn í örbylgjuofn á háan hita. Stoppið á 30 sekúndna fresti og hrærið vel í og notið hitamæli til að mæla hveitið. En hveitið á að ná 73°.
  3. Hrærð saman smjöri og sykri þar til létt og loftkennt. Bætið þá vanilludropum, rjóma og salti saman við. Því næst kemur hveitið út í og öllu hrært saman.
  4. Bætið súkkulaðidropum út í deigið.
  5. Notið ísskeið til að búa til litlar kúlur og geymið í lofttæmdu boxi inn í ísskáp.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert