Við höfum margoft skrifað um ágæti þess að stíga út fyrir þægindarammann og kaupa ekki það sama og allir hinir. Að því sögðu má reyndar alveg kaupa það sama og allir hinir en þá skipta smáatriðin svo miklu máli. Eins og þegar verið er að setja upp nýtt eldhús. Það er ekki nóg að henda upp nýrri innréttingu heldur þarf að ákveða liti á veggina, hvernig borðplötu eigi að velja sem og heimilistæki og síðast en ekki síst – höldurnar.
Þó að þú veljir þér eitthvað afar hefðbundið er hægt að gæða það óvæntum glæsileika með smá auka ást.
Þessi innrétting hér er gott dæmi um IKEA Metod-eldhúsinnréttingu sem búið er að setja nýjar hurðir framan á. Hurðirnar koma frá danska fyrirtækinu REFORM sem við hér á matarvefnum höfum mikið dálæti á.
Það er danski hönnuðurinn Celilie Manz sem á heiðurinn að hönnuninni.
Heimasíða REFORM