Svona losar þú klístrað deig af fingrunum

Það getur reynst hvimleitt að losa klístrað deig af fingrunum.
Það getur reynst hvimleitt að losa klístrað deig af fingrunum. mbl.is/Colourbox

Það jafnast fátt við heimabakað brauð og bollur – en klístraðir fingur sem bakstrinum fylgja eru síður spennandi. Sama hversu vel þú þværð hendurnar, þá virðist alltaf eitthvað af deiginu sitja eftir. Og við viljum síður en svo vera með hálf fituga putta og skilja eftir för út um alla íbúð.

Maður hefði haldið að handsápa væri nóg í þessu tilviki en reynslan hefur sýnt okkur fram á að svo er ekki raunin. En ef þú drekkur kaffi, þá skaltu geyma kaffimulið sem þú annars hendir í ruslið, því hér kemur það að góðum notum. Nuddaðu hendurnar með kaffinu og sápu og deigið mun renna af fingrunum. Kaffið virkar eins og hálfgerður skrúbbur sem fjarlægir allt. Og hendurnar munu á eftir anga eins og kaffi – sem er kannski ekki það versta sem gæti gerst?

Þessi er tekur málin í sínar hendur og sleikir deigið …
Þessi er tekur málin í sínar hendur og sleikir deigið af fingrunum. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert