Geggjað kjúklingasalat með chili og hunangi

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Það er eng­in önn­ur en Helena Gunn­ars hjá Eld­húsperl­um Helenu sem á heiður­inn af þessu snilld­ar­sal­ati sem hún seg­ir að sé ótrú­lega bragðgott og sum­ar­legt. Svo sé al­gjör­lega málið að grilla kjúk­ling­inn til að toppa stemn­ing­una.

„Til að gera sal­atið ketó/​LKL-vænt má vel skipta hun­ang­inu út fyr­ir syk­ur­laust síróp og skipta brauðten­ing­un­um út fyr­ir t.d. ristaðar pek­an­hnet­ur, og svo annaðhvort sleppa mangó­inu eða minnka það," seg­ir Helena um þetta dá­semd­ar­sal­at.

Geggjað kjúklingasalat með chili og hunangi

Vista Prenta

Geggjað kjúk­linga­sal­at með chili og hun­angi

Mar­in­er­ing og sósa:

  • ½ dl hun­ang
  • ½ dl dijons­inn­ep
  • ½ dl ólífu­olía
  • 2-3 tsk. chilimauk (t.d. sam­bal oelek) eða 1 rauður hakkaður chilli
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • safi úr einni límónu
  • 2 kjúk­linga­bring­ur

Brauðten­ing­ar

  • 2 væn­ar sneiðar súr­deigs­brauð
  • 3 msk. smjör og 1 msk ólífu­olía
  • salt og pip­ar

Sal­at

  • Einn poki sal­at­blanda eða annað sal­at eft­ir smekk 
  • 1 mangó
  • 1 lárpera
  • kirsu­berjatóm­at­ar
  • feta­ost­ur

Aðferð

  1. Pískið sam­an allt sem fer í mar­in­er­ing­una. Leggið kjúk­linga­bring­urn­ar á disk, takið fjór­ar mat­skeiðar af sós­unni og hellið yfir þær. Látið mar­in­er­ast í ís­skáp í 2 klst eða á borði í 30 mín­út­ur.  Geymið af­gang­inn af sós­unni til að hella yfir sal­atið.
  2. Rífið brauðið í litla ten­inga. Bræðið smjörið á pönnu og hitið ásamt ólífu­olí­unni. Steikið brauðten­ing­ana þar til stökk­ir og kryddið með salti og pip­ar. Færið yfir á disk með eld­húspapp­ír og látið bíða. 
  3. Steikið eða grillið kjúk­linga­bring­urn­ar þar til eldaðar í gegn. Skerið allt sem á að fara í sal­atið niður og leggið á stórt fat. Sneiðið að lok­um kjúk­ling­inn í þunn­ar sneiðar, dreifið brauðten­ing­un­um yfir ásamt feta­osti og hellið sósu eft­ir smekk yfir allt sam­an. Berið fram strax. 
Ljós­mynd/​Helena Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert