Borðdúkar fá oftar en ekki mikið af brotum í sig eftir að hafa legið uppi í skáp, jafnvel þó að við straujum þá fína og brjótum svo vandlega saman áður en þeir eru settir til hliðar. En hvað er til ráða?
Dúkur með miklum brotum í er ekki það sem við viljum á matarborðið – en dúkar fá auðveldlega brot í sig sem erfitt er að komast hjá, eða hvað? Eitt ráð er að strauja dúkinn bara beint á borðinu eftir að hafa lagt hann á það, hér ber þó að varast að borðplatan undir getur verið viðkvæm og þá er betra að hafa eitthvað undir dúknum á meðan straujað er.
Til þess að komast hjá öllum brotum og veseni er besta trixið að rúlla dúknum upp á þykka papparúllu (eflaust hægt að nálgast slíkt hjá næsta bólstrara). Þannig losnar þú undan öllum brotum í dúknum og getur rúllað honum beint á borðið – og ekkert vesen.