Það er aldrei lognmolla í kringum Chrissy Teigen, sem birtist núna á skjánum með nýjan þátt sem kallast Eye Candy.
Nýju þættirnir eru innblásnir af vinsælli japanskri sýningu er kallast Sokkuri Sweets. Sjónvarpsserían með Chrissy Teigen mun snúast um tvö lið – í öðru liðinu eru frægir einstaklingar og í hinu „venjulegt“ fólk. Liðin fá hluti fyrir framan sig og eiga að giska á hvort hluturinn sé ekta eða hvort það sé kaka.
Þess má geta að Chrissy er einnig í þáttum sem kallast Chrissy's Court, en báðar þáttaraðirnar er hægt að nálgast á Quibi.