Hinsegin bollar í Pantone-litum

Bollarnir sem eru sjö talsins eru fáanlegir í eftirtöldum litum; …
Bollarnir sem eru sjö talsins eru fáanlegir í eftirtöldum litum; rauðu, appelsínugulu, gulu, grænu, bláu, fjólubláu og síðast en alls ekki síst einn sem telur alla sex litina, regnbogafánann sjálfan. mbl.is/Pantone

Nýir „hinsegin“ bollar eru nú komnir í sölu, en bollarnir eru samstarfsverkefni Pantone, Copenhagen Design og Pride Organization. Bollarnir koma í sex litum ásamt einum með öllum fánalitunum.

Bollarnir fóru í framleiðslu til að fagna því að Kaupmannahöfn var valin næsta höfuðborg til að halda Pride-hátíðina árið 2021. Því mun Copenhagen Design veita framlag við hvern seldan bolla, til styrktar hátíðinni. Bollarnir sem eru sjö talsins eru fáanlegir í eftirtöldum litum; rauðu, appelsínugulu, gulu, grænu, bláu, fjólubláu og síðast en alls ekki síst einn sem telur alla sex litina, regnbogafánann sjálfan.

Forstjóri og meðeigandi Copenhagen Design, Kim Rasmussen, sagði í samtali að fyrirtækið væri alls ekki hrætt við að setja pride-fánann á bolla, því þau elska alla liti og kjósa mannréttindi umfram allt annað. Litir eru alls staðar og sama ætti að gilda um jafnrétti mannfólks. Þetta er alls ekki flókið – lifum og elskum í lit! Bollarnir eru fáanlegir í versluninni Epal.

Nýir „hinsegin“ bollar eru komnir í sölu.
Nýir „hinsegin“ bollar eru komnir í sölu. mbl.is/Pantone
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert