Svona gerir þú skóna þína vatnshelda

Þú getur gert skóna þína vatnshelda með kertavaxi og hárblásara …
Þú getur gert skóna þína vatnshelda með kertavaxi og hárblásara einu saman. mbl.is/Colourbox

Það er mikilvægt að meðhöndla skó rétt til að þeir hrindi frá sér vatni og öðrum óhreinindum. En til eru þeir skór sem líta alls ekki út fyrir að þeir eigi að þola vatn og þá vandast málið.

Í raun ættu allir skór að fá einhvers konar meðhöndlun, en skór úr þunnu efni eru ekki eins sterkir og leðurskór og mun líklegri til að blotna í gegn. Það er hér sem kertavax kemur til sögunnar en þú munt ekki trúa hversu vel það virkar.

Svona meðhöndlar þú skó með kertavaxi

  • Byrjaðu á að nudda skóna með kerti og sjáðu til þess að kertavaxið nái yfir allan skóinn.
  • Því næst notar þú hárþurrkuna til að bræða vaxið þannig að það bráðni inn í efnið í skónum.
  • Þar sem vaxið nær yfir verður skórinn vatnsheldur.
  • Fyrir áhugasama, þá er myndband hér fyrir neðan sem sýnir aðferðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka